Í ljósi neyðarstigs Almannavarna leggja Landstólpi og Vélaval sitt að mörkum til að þjónusta viðskipavini sína á sem bestan og öruggastan hátt.
Snertilaus viðskipti eru mikilvæg um þessar stundir.
Þess vegna bjóðum við upp á fría heimkeyrslu á öllum rekstrarvörum okkar ef keypt er fyrir 30 þúsund kr. eða meira.
Vonum við að viðskiptavinir okkar kunni vel að meta þessa þjónustu og taki þátt í því með okkur að lágmarka og fyrirbyggja mögulega útbreiðslu COVID-19 veirunnar.
Í því felast sameiginlegir hagsmunir og samfélagsleg ábyrgð okkar allra.
Sölumenn okkar eru við símann alla virka daga milli kl. 9-17 og vöruúrvalið má sjá á heimasíðunni okkar þar sem einnig er hægt að panta beint í netverslun.
Síminn okkar er: 453-8888