Starfsfólk Vélavals

Kæru Viðskiptavinir

Mörg ykkar eru búin að koma að hitta okkur Elísabetu og Lilju í versluninni en okkur langaði til að kynna okkur aðeins betur fyrir ykkur bændum og búaliði.

Elísabet S.K. Ágústsdóttir kemur af höfuðborgarsvæðinu en hefur eytt mestum tíma í að vera einhversstaðar annarsstaðar en þar. Hefur ferðast víða um heim og búið í Norður Ameríku í um áratug. Elísabet hefur mikinn áhuga á landbúnaði, dýrum, mótorsporti og skotfimi. Oft til í ýmsa vitleysu og er nokkuð hress að flestu leiti. 

 

Lilja Margrét Snorradóttir er ættuð héðan úr Skagafirðinum en hefur búið lengst af á höfuðborgarsvæðinu. Nú er hún flutt í sveitina og býr hér ásamt fjölskyldu á bæ með allskonar dýr og skemmtileg heit. Það er nú ekki amalegt að vera með eina af ykkur hér sem getur aðstoðað og græjað og gert. Lilja er ofsalega hress og hefur áhuga á öllum milli himins og jarðar, þó eru bústörf hennar aðal mál þessa dagana. 

 

Við erum alltaf með heitt á könnunni og bjóðum ykkur velkomin alla virka daga frá 9-17. 

Hægt er að hringja og fá upplýsingar um vörur í síma 453-8888 eða á netfangið velaval@velaval.is

Einnig getið þið fylgst með okkur á Facebook síðu Vélavals hér:

https://www.facebook.com/velavalehf

Hlökkum til að sjá ykkur