Skilmálar vefverslun

1. Almenn ákvæði

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum http://www.velaval.is eigu Vélavals. KT 700112-1520 heimilisfang 560 Varmahlíð, – í skilmálum þessum nefnt Vélaval. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Vélavals annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.

„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á velaval.is

„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup.

Verð á vefsíðunni eru með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

2. Persónuupplý­singar

Vv meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Vélaval eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Vélavals og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila.

Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Vélavali samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Vélavals í tölvupósti á velaval@velaval.is eða bréflega á heimilisfang Vélavals, við Norðurlandsveg 560 Varmahlíð. Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.

Vélaval áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu.

3. Frágangur viðskipta

Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Vélavals.

Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Vélavals.

4. Vefverslun

Almennt
Vélaval ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, tæknilegra mistaka og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Afhending vöru
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Vélaval ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá Vélaval og þangað til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila.
Vörur eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun. Vilji svo til að varan sé ekki til á lager mun sölumaður hafa samband við kaupanda og annað hvort tilkynna um nýjan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna samdægurs.
Af öryggisástæðum er hvorki er hægt að skila né skipta fóðri (lausu og í sekkjum) eftir afhendingu til viðskiptavina. Ef fóður telst sannarlega gallað fæst því skipt í nýtt fóður eða skilað gegn fullri endurgreiðslu .
Athugið að flutningskostnaður er ekki endurgreiddur.
Vöru fæst ekki skilað ef hún er hætt í sölu hjá Vélaval, sérpöntuð eða útrunnin.

Skilafrestur
Kaupandi hefur 30 daga til að skila ógallaðri vöru að því tilskildu að varan sé í söluhæfu ástandi. Söluhæft ástand telst vera að varan sé hrein og í óskemmdum, upprunalegum umbúðum. Sýna skal fram á staðfestingu viðskipta, s.s. greiðslukortayfirliti, staðfestingu netkaupa eða merkingu frá Vélaval. Fyrir skilavöru í söluhæfu ástandi er hægt að fá inneignarnótu eða aðrar vörur í staðinn. Inneignarnóta gildir í 4 ár frá útgáfudegi.

Netverð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu geta breyst án fyrirvara. Tilboð í vefverslun gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun. Með sama hætti gilda tilboð í verslun Vélavals ekki alltaf í vefverslun.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Skilmálar teljast samþykktir við staðfestingu á kaupum í vefverslun.