Um okkur

Vélaval

Vélaval var stofnað árið 1994 af Kristjáni Sigurpálssyni sem þá hafði rekið varahlutaverslun í 20 ár undir eigin nafni. Starfsemin var fyrst framan við Varmahlíð, við vegamótin inn í Lýtingsstaðahrepp, árið 1998 flutti Vélaval í nýtt húsnæði neðan við hringveginn í Varmahlíð þar sem það er staðsett enn í dag.

Upphaflega snerist reksturinn mest um að útvega varahluti fyrir bændur og sölu á heyvinnutækjum en vöruúrval hefur breyst og þróast mikið í gegnum tíðina.

Árið 2012 urðu eigendaskipti á Vélaval, Arnar Bjarni Eiríksson og Berglind Bjarnadóttir (Landstólpi) keyptu fyrirtækið af Kristjáni og fjölskyldu (Sigríði Halldórsdóttur).

Við þetta breyttist vöruúrval Vélavals og jókst nokkuð.

Í dag er Vélaval almennt þjónustufyrirtæki, mest fyrir bændur á öllu landinu með mikið vöruúrval.

 Dæmi um vörur hjá Vélaval;

Innréttingar og aðstöðubúnaður fyrir allan búfénað, varahlutir, verkfæri, fræ, fóður og bætiefni, gæludýrafóður, girðingarefni og hliðgrindur, olíur og hreinlætisvörur. Árið 2018 bættust við Hispec og Sulky við tækjaflotann en áður voru Giant liðléttingar komnir í sölu hjá Vélaval. Það allra nýjasta eru lofttrampólín (ærslabelgir) sem njóta mikilla vinsælda.