Josilac úðadæluna er hægt að nota á sjálfhleðsluvagninn, rúlluvélina og stórbaggavélina. Hún er einföld í notkun og uppsetningu.
KNZ 2kg saltsteinn fyrir hross.
Ekki bara salt, inniheldur einnig magnesium, Zinc, kopar, joð, zelen og járn.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að 60% af kúm hafa of lágt kalsíumhlutfall (hypo-calcaemia). Þessi kalsíumskortur stafar af því að við framleiðslu á broddmjólk þarf kýrin mun meira kalsíum en hún fær í daglegu fóðri og/eða getur nýtt úr beinum.
Því eldri sem kýrin er því hættari er henni við að fá kalsíumskort við burð.
MS Calmag Plus fæst í 5L brúsum.
Gott orkuframboð er kúnum nauðsynlegt til að ná hámarksnytum, góðri heilsu og frjósemi. Orkujafnvægi er skilgreint sem mismunur á orku sem fæst úr fæðu og þess magns af orku sem kýrin þarf til að framleiða mjólk. Kýr er yfirleitt í neikvæðu orkujafnvægi um það bil þrem vikum fyrir burð.
Þetta er vegna þess að þurrefnisinntaka á geldstöðutímabilinu lækkar á meðan þörfin eykst þegar kálfurinn er að vaxa og mjólkurmyndun eykst. Það er ekki fyrr en á 8 – 10 vikum eftir burð sem kýrin er tilbúin til að taka nægilega mikla orku úr fóðrinu og orkujafnvægið breytist aftur úr neikvæðu í jákvætt. Á fyrstu 10 – 12 vikunum eftir burð er kýrin í hámarksnytum og er einnig komin með fang aftur til að þetta gangi allt vel. Þá er nauðsynlegt að kýrin hafi ekki gengið of mikið á orkuforða sinn fyrir burð.
Notkun á Propylen glycol í lok geldstöðu og á fyrrihluta mjaltaskeiðs skilar sér í betra heilsufari og meiri mjólkurframleiðslu, sérstaklega á fyrstu 50 dögum mjaltaskeiðs. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að notkun á Propylen glycol lækkar gildi „ketons“ í blóði og minnkar gildi „scintons“ í mjólk ásamt því að sýrustig í blóði lækkar. Eldri kýr bregðast betur við Propylen glycol gjöf heldur en yngri kýr.
Propylen Glycol fæst í 10L brúsum.
Fóðurlýsi hefur um árabil verið vel þekkt meðal hestamanna og hin síðari ár hafa gæludýraeigendur einnig áttað sig á kostum þess. Lýsi hefur ekki einungis góð áhrif á mannfólkið, heldur einnig á dýr. Feldurinn verður áferðarfallegri og ómega-3 fitusýrurnar draga úr áhrifum ýmissa kvilla, svo sem liðagigtar og exems.
Fóðurlýsi er hægt að gefa hestum, nautgripum, sauðfé og gæludýrum svo eitthvað sé nefnt.
Fóðurlýsi fæst í 5L brúsum.
Curavit er náttúrulegt skituduft fyrir kálfa. Hentar bæði sem fyrirbyggjandi sem og fyrir kálfa sem fengið hafa skitu. Efni í fóðrinu vinna gegn niðurgangi og koma einnig á stöðugleika á jafnvægi vatns- og jónaefna.
Til blöndunar bæði í mjólk og vatn allt eftir ástandi kálfsins.
Curavit fæst í 5kg. fötum.